Merkið sýnir ör sem bendir ýmist á græna eða rauða liti þar sem grænt táknar sparneytni í orkunotkun en rautt þýðir mikil orkunotkun. Einnig sýnir merkið táknmyndir til að greina frá árlegri orkunotkun vörunnar ásamt öðrum eiginleikum svo sem hávaða.

Árið 2011 var Orkumerki Evrópusambandsins breytt og kröfur hertar. Nýja merkið tekur mið af aukinni sparneytni nýrra raftækja og veitir því vottun allt upp í A+, A++ og A+++. Fyrir ís- og frystiskápa var nú þegar búin að bæta við flokkunum A+ og A++.

Frá og með nóvember 2012 eru hjólbarðar einnig flokkaðir með orkumerkinu.

Eftirfarandi vöruflokkar skulu vera auðkenndir með Orkumerki Evrópubandalagsins: Ís- og frystiskápar, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkarar, sameiginglegar þvottavélara og þurrkarar, rafmagnslampar, rafmagnsofnar, loftræstikerfi fyrir heimilisnotkun og sjónvörp.

Vefsíða: http://www.orkusetur.is/page/orkusetur_merkingar

Messages: