Smáratún fékk Svansvottun í nóvember 2014.

Tegund bús: Ferðaþjónustubýli - sveitahótel. Einnig eru nautgripir, hestar, landnámshænur,
aliendur og aligæsir á býlinu.
Til sölu/þjónusta: Afurðir frá býlinu, s.s. sultur, landnámshænuegg, andaregg, kæfa, rúgbrauð og hrossabjúgu. Allt nautakjöt í veitingasal er frá býlinu.Ofangreindmatvæli getur þurft að panta.
Tökum á móti: Hópum og einstaklingum.
Opnunartími árs: Allt árið. Sumt af heimaframleiddum matvælum er árstíðabundið.
Aðstaða: Fjölbreytt gisti- og veitingaaðstaða. Fundaraðstaða.
Annað: Bjóðumhestaferðir og ferðir áNjáluslóðir, ýmist á hestumeða rútum. Í næsta nágrenni er fjölbreytt þjónusta og afþreying. Á Hvolsvelli (13 km) er öll verslunarþjónusta, sundlaug, íþróttahús og upplýsingamiðstöð.


Smáratún
861 Hvolsvöllur

Á Græna kortinu:

Grænt fyrirtæki

Fyrirtæki sem hlotið hafa vottun frá Norræna Svaninum.

Umhverfisvæn ferðaþjónusta

Fyrirtæki eða stofnun sem hlotið hefur umhverfisviðurkenningu, starfar undir stefnu Grænna farfuglaheimila, uppfyllir skilyrði umhverfiskerfis Vakans eða er með alþjóðlega umhverfisvottun Earth Check eða Norræna Svaninn.

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Vottanir og viðurkenningar:

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Svanurinn

Svanurinn, Norræna umhverfismerkið, er opinbert umhverfismerki Norrænu ráðherranefndarinnar. Merkið hefur skapað sér ótvíræðan sess sem mikilvægasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum. Vottun hverrar vörur gildir að hámarki til þriggja ára. Við endurnýjun vottunar þarf að uppfylla auknar kröfur sem eru í sífelldri þróun og aukast. Kröfurnar eru gerðar í samráði við yfirvöld, iðnaðinn, verslun og umhverfissamtök. Kröfurnar taka til alls lífsferils vörunnar/þjónustunnar, frá framleiðslu til úrgangs. Svanurinn tekur nú til 70 vöruflokka allt frá uppþvottalegi til húsgagna og hótela.

Skilaboð: