Endurvinnslukortið


Tunnuþjónusta


Þriggja tunnu kerfi


Þriggja tunnu kerfi samanstendur af Grænni tunnu/Endurvinnslutunnu fyrir endurvinnanlegt sorp, Grárri tunnu fyrir óendurvinnanlegt og Brúnni tunnu fyrir lífrænan úrgang.

Þriggja flokka kerfi með Hörputurni


Þriggja flokka kerfi með Hörputurni samanstendur af Grænni tunnu/Endurvinnslutunnu fyrir endurvinnanlegt sorp, Grátunnu fyrir óendurvinnanlegt og Lífrænni fötu fyrir lífrænan úrgang. Í stað Lífrænnar fötu er hægt að fá svokallaðan Hörputurn í bakgarðinn en þá sér sveitarfélagið um að bora holu og setja í hana rör með opnanlegri lúgu í þægilegri hæð til að henda lífrænum úrgangi í. Síðan þegar Hörputurninn fyllist er rörið tekið úr og ný hola boruð. Eftir stendur dýrindis molta sem nýta má sem áburð.

Hörputurn f. lífrænan úrgang


Hörputurni fyrir lífrænan úrgang er komið fyrir í bakgarðinum en sveitarfélagið sér um að bora holu og setja í hana rör með opnanlegri lúgu í þægilegri hæð til að henda lífræna úrganginum í. Síðan þegar Hörputurninn fyllist er rörið tekið úr og ný hola boruð. Eftir stendur dýrindis molta sem nýta má sem áburð.

Lúgur


Lúgur við Safnstöðina á Djúpavogi eru opnar allan sólarhringinn og taka á móti: bylgjupappa, pappír (t.d. blöðum og tímaritum), sléttum pappa, fernum, plasti (öllu nema frauðplasti) málmum (smærri málmhlutum) og gleri.

Lífræn fata


Lífræn fata fyrir lífrænan úrgang.

Græntunna Reykjavíkurborgar


Græntunna Reykjavíkurborgar er plasttunna. Íbúum Reykjavíkurborgar býðst nú sem valkostur að panta grænar tunnur undir plast við heimili sín. Græntunnu fyrir plast er 8.400 kr. á ári.

Endurvinnslutunna m. hólfi f. dósir, gler o.fl.


Endurvinnslutunna með innáhangandi hólfi fyrir rúmmálsminni endurvinnsluefni svo sem málma, plast, fernur og rafhlöður í sérmerktum pokum.

Blátunna Reykjavíkurborgar


Blátunna Reykjavíkurborg er undir pappír, t.d. dagblöð og tímarit, auglýsingapóst, fernur (einnig með plasttöppum), umbúðapappír, prentpappír, bylgjupappa og sléttan pappa. Blátunnan er losuð að jafnaði á tuttugu daga fresti. Mikilvægt er að hreinsa allar matarleifar af umbúðum. Efni sem sett er í Blátunnuna skal setja laust í tunnuna, ekki má setja efnið í plastpoka. Engar matarleyfar og ekkert aukarusl.

Spartunna


Blá- og Græntunna Reykjavíkurborgar


Reykjavíkurborg býður íbúum sínum bæði upp á bláa og græna tunnu. Blátunnan er undir pappír, t.d. dagblöð, auglýsingapóst, tímarit, fernur, umbúðapappír, prentpappír, bylgjupappa og sléttan pappa. Með því að flokka úrgang og skila til endurvinnslu má fækka losunum á blönduðum úrgangi og spara sorphirðugjöld. Umfang venjulegs heimilissorps minnkar þegar pappírinn er flokkaður frá og því er auðvelt að skipta út Grátunnu/Orkutunnu sem tæmd er á 10 daga fresti og fá í staðinn Græntunnu sem tæmd er á 20 daga fresti. Sorphirðugjald fyrir Græntunnu er helmingi lægra en fyrir gráa en í hana fara „ekki“ endurvinnsluefni heldur felst heitið „Græntunna“ í því að sorphirðugjald er helmingi lægra en fyrir Grátunnu/Orkutunnu vegna þess að hún er tæmd sjaldnar.

Grátunna / Orkutunna f. óflokkað heimilissorp


Í Grátunnuna / Orkutunnuna fer óflokkað heimilissorp s.s. fyrirferðaminni hlutir sem ekki falla undir aðra flokka, t.d. matarleifar, bleyjur, samsettar og/eða óhreinar umbúðir, plast sem ekki ber úrvinnslugjald (s.s. leikföng, tannburstar, geisladiskar, DVD-diskar, myndbönd o.s.fr.), ryksugupokar og uppsóp, gúmmí, svampur o.s.fr.

Efnið er hakkað í móttöku- og flokkunarstöðinni í Gufunesi. Það gerir m.a. kleift að endurheimta málmhluti með vélrænni flokkun. Afgangurinn er síðan baggaður og urðaður á urðunarstaðnum í Álfsnesi þar sem hauggasi sem myndast við niðurbrot efnis er safnað. Gasið er hreinsað og nýtt sem eldsneyti á ökutæki.

Flokkunarkrá


Flokkunarkrá við Endurvinnslustöð Dalabyggðar í Búðardal, með lúgum sem opnar eru allan sólarhringinn og taka á móti: Plastumbúðum, fernum, málmum (smærri málmhlutum) bylgjupappa, sléttum pappa, kertaafgöngum, rafhlöðum og dagblöðum og tímaritum.

Plastsöfnun


Söfnun á rúllubaggaplasti.

Heimilissorptunna afþökkuð


Íbúum gefst kostur á að gera samning við sveitarfélagið þar sem þeir skuldbinda sig til að standa skilmerkilega að flokkun á endurvinnanlegum efnum og fara með óflokkanlegt heimilissorp sjálfir á móttökustað Safnstöðvarinnar. Á móti fá þeir sorphirðugjaldið niðurfellt og þurfa því aðeins að greiða sorpurðunargjald.

 

Blár grenndargámur


Í Bláan grenndargám fer: Pappír, bylgjupappi og umbúðir úr sléttum pappa. Endurvinnanlegur pappi og pappír, s.s. dagblöð, tímarit, auglýsingapóstur, prentpappír og hreinar tómar umbúðir úr sléttum pappa, t.d. umbúðir fyrir morgunkorn, kex og pasta. Einnig fernur og minni bylgjupappaumbúðir t.d. pítsukassar.
Pressið umbúðirnar vel saman – það kostar að flytja loft.

Grænn grenndargámur


Í Grænan grenndargám fara: Plastumbúðir, hreinar og tómar endurvinnanlegar plastumbúðir, s.s. plastbakkar, plastpokar og plastílát undan matvörum, mjólkurvörum, hreinlætisvörum og hreinsiefnum.
Pressið umbúðirnar vel saman – það kostar að flytja loft.

Endurvinnslutunna


Dagblöð og tímarit. Pappír, bæklinga, umslög og fjölpóst. Sléttan pappa/bylgjupappa s.s. hreina pizzukassa og morgunkornspakka. Fernur skolaðar og samanbrotnar. Málmar s.s. niðursuðudósir og lok af glerkrukkum. Plastumbúðir s.s. sjampóbrúsar, plastdósir og plastpokar. Rafhlöður má setja í tunnuna í bláum sérmerktum pokum. Gler má ekki setja í Endurvinnslutunnuna vegna slysahættu við flokkun!

Grátunna m. hólfi f. lífrænan úrgang


Grátunna, þ.e. almenn heimilissorptunna fyrir óflokkað heimilissorp með innáhangandi hólfi fyrir lífrænan eldhúsúrgang.

Tveggja tunnu kerfi


Tveggja tunnu kerfi þ.e. Grátunna fyrir óflokkað heimilissorp með innáhangandi hólfi fyrir lífrænan eldhúsúrgang og Endurvinnslutunna með hólfi fyrir rúmmálsminni endurvinnsluefni.

Brún tunna f. lífrænan úrgang


Brúna tunnan er eingöngu ætluð undir lífrænan úrgang sem settur er í lífræna maíspoka.

Tunna f. almennt heimilissorp


Óflokkanlegt heimilissorp fer í tunnu fyrir almennt heimilissorp sem oft er kölluð Gráa tunnan. Sums staðar á landinu eru hún þó svört eða dökkgræn.

Græna tunnan


Dagblöð, tímarit, bæklinga og pappa má setja beint í tunnuna, mjólkurfernur í sér poka, niðursuðudósir og smærri málmhluti í sér poka, plastumbúðir í sér poka. Rafhlöður og gler má ekki setja í Grænu tunnuna.

Blátunna


Blátunnan er undir pappír, t.d. dagblöð og tímarit, auglýsingapóst, fernur (einnig með plasttöppum), umbúðapappír, prentpappír, bylgjupappa og sléttan pappa. Mikilvægt er að hreinsa allar matarleifar af umbúðum. Efni sem sett er í Blátunnuna skal setja laust í tunnuna, ekki má setja efnið í plastpoka. Engar matarleyfar og ekkert aukarusl.

Gámar og móttökustaðir


Gámar og móttökustöðvar um land allt.
Hægt er að leita að nafni stöðvar til að finna staka stöð eða sjá þjónustu á öllu landinu.


Móttökustöð

Mannað gámasvæði með takmörkuðum opnunartíma.

Grenndargámur

Gámar í þéttbýli, taka við pappír(bláir) og plasti (grænir).

Gámastöð

Ómannað gámasvæði.

Flöskumóttaka

Móttökustöðvar fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir, skilagjald greitt út (15 KR á einingu).

Jólaskraut

Húsgögn

Lyf

Gleraugu

Þurrkari

Fiskur

Sléttur pappi

Glerílát

Fernur

Vaskar

Steikingarfeiti

Bleyjur

Tölvuturnar og flatskjáir

Fatnaður

Föt og klæði

Eiturefni

Rafhlöður / Batterí

Fernur og plastmál

Reiðhjól

Málað timbur

Kertaafgangar

Geisladiskar

Garðaúrgangur

Ísskápur

Kort og gjafapappír

Plastumbúðir

Lífrænt heimilssorp

Matarafgangar

Bylgjupappi

Frystir

Sjónvörp og skjáir

Skór

Gólfteppi

Leikföng

Gaskútar og gashylki

Jólatré

Kjöt

Dýnur

Raftæki

Símar

Bækur

Byggingarrusl

Flatskjáir

Lyklar

Rúm

Dósir

Eldavél

Endurvinnanlegt

Flöskur

Gras

Tættur pappír

LP plötur

Jólaseríur

Skrifstofupappír

Trjágreinar

Dagblöð og tímarit

Tölvur

Kælitæki

Almennt heimilissorp

Plast

Skjöl

Stór raftæki

Þvottavél

Prenthylki

Gólfteppi og dýnur

Kerti

Rafgeymar

Timbur

Geisladiskar

Filmuplast - litað / áprentað

Plastumbúðir

Rúllubaggaplast

Stórsekkir

Filmuplast ólitað / óáprentað

Plast

Nálar og sprautur

Lyf

Eiturefni

Rafhlöður / Batterí

Spilliefni

Olíur, málning og lökk

Rafgeymar

Skilagjald ekki greitt út

Skilagjald greitt út

Skilagjaldsskyldar umbúðir

Dósir

Flöskur

Glerílát

Gleraugu

Flöskur

Jólatré

Trjágreinar

Garðaúrgangur

Grjót og jarðvegur

Eggjabakkar

Garðaúrgangur

Lífrænt heimilssorp

Matarafgangar

Trjágreinar

Dagblöð og tímarit

Fatnaður

Skór

Föt og klæði

Vaskar

Reiðhjól

Málmar

Lyklar

Dósir

Eldavél

Bílar - Förgun ökutækja

Bílar - Förgun ökutækja

Rafgeymar

Hjólbarðar / Dekk

Þurrkari

Tölvuturnar og flatskjáir

Ísskápur

Frystir

Sjónvörp og skjáir

Raftæki

Símar

Flatskjáir

Eldavél

Tölvur

Kælitæki

Stór raftæki

Þvottavél

Sléttur pappi

Fernur

Eggjabakkar

Kort og gjafapappír

Bylgjupappi

Tættur pappír

Skrifstofupappír

Pappír og sléttur pappi

Dagblöð og tímarit

Trúnaðarskjöl

  Velkomin á Endurvinnslukortið

  Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu, hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna og gefa eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hverjum endurvinnsluflokki.

  Þjónusta

  Tákn Endurvinnslukortsins yfir allt landið.Heimilisfang:
  Á Endurvinnslukortinu er hægt að sjá hvaða þjónusta er í boði í nágrenni, í radíus frá 100 metrum til 100 kílómetra. Staðsetning miðast við hnit innslegins heimilisfangs eða reiknaða staðsetningu tölvu eða handtækis. Draga má punktinn um kortið til að sjá þjónustu í nágrenni annara staða. 

  Tunnuþjónusta:
  Ef slegið er inn nafn sveitarfélags sjást útlínur sveitarfélagsins og upplýsingar birtast um tunnuþjónustur í viðkomandi sveitarfélagi.

  Gámar og móttökustaðir:
  Þekki maður heiti stöðvar er hægt að slá það inn í leitargluggann en það getur verið hjálplegt vilji maður vita hvar ákveðin stöð er staðsett og hverju hún tekur á móti. 

  Einnig er hægt að smella á gáma og móttökustöðvatáknin og birtast þá allar stöðvar af tiltekinni gerð á landinu. Tegundir gáma og móttökustöðva eru; Móttökustöð, Grenndargámur, Gámastöð og Flöskumóttaka. Nánari skýringar á stöðvunum birtast við smell á táknmyndirnar. Ef smellt er á táknmyndirnar á kortinu sjálfu birtist nafn og heimilisfang valinnar stöðvar og við frekari smell birtist rekstraraðili og þeir endurvinnsluflokkar sem tekið er á móti á tiltekinni stöð.

  Þú getur valið á milli nokkurra gerða af grunnkortum með því að smella á hnappinn efst t.h. á kortinu.

  Flokkar

  Til að einfalda aðgengi að því sem leitað er að eru upplýsingar um hina ýmsu endurvinnsluflokka settar upp í 12 yfirflokka. Yfirflokkarnir eru: Plast, Eiturefni, Flöskur og dósir, Gler, Garðaúrgangur, Molta, Fatnaður, Málmar, Heimilið, Bílar, Raftæki og Pappír. Undir hverjum yfirflokki eru síðan tilheyrandi endurvinnsluflokkar með táknmyndum (Fenúr flokkunarmerkin, grænar táknmyndir og aukaflokkar, svart-hvítar táknmyndir). Skýringatextar birtast við smell og tengjast þeim móttökustöðvum á landinu sem taka við viðkomandi flokki, bæði á kortinu sjálfu og í lista.

  Endurvinnslukort sveitarfélaganna

  Tákn Endurvinnslukorts sveitarfélaganna.Öllum sveitarfélögum landsins býðst að gerast samstarfsaðilar að Endurvinnslukortinu og veita íbúum sínum þannig aukna þjónustu með eigin Endurvinnslukorti á heimasíðu sveitarfélagsins.

  Endurvinnslukort sveitarfélaganna fela í sér eftirfarandi þjónustu:

  • Skilgreiningu á endurvinnslumöguleikum og sorpþjónusta svæðisins s.s.; tunnum, lúgum, mótttökustöðvum og endurvinnsluflokkum.
  • Sorphirðudagatal tengt heimilisfangi persónu eða fyrirtækis sem síðan tengist þjónustusvæði með leiðarbestun að næstu móttökustöð og dagréttum veðurviðvörunum á leiðum.
  • Áskrift að iCal og Google dagatölum Endurvinnslukortsins með tilkynningum og viðvörunum til að tengja í síma og tölvur.
  • Tákn samskiptakerfisins á Endurvinnslukortum sveitarfélaganna.Spurt og svarað samskiptakerfi.
  • Tengingu við ítarefni á Endurvinnslukortinu yfir allt landið.
  • Efni á íslensku og ensku.

  Sveitarfélög sem eru samstarfsaðilar að verkefninu eru auðkennd með bláu hringpílunni. Aðgangur að Endurvinnslukortum sveitarfélaganna eru neðarlega á Endurvinnslukortinu og á heimasíðum hvers sveitarfélags. Til að fara aftur inn á Endurvinnslukortið yfir Ísland er smellt á merkið með bláu hringpílunni yfir Íslandi.

  Styrktaraðilar

  Eftirfarandi aðilar hafa stutt þróun Endurvinnslukortsins frá upphafi:
  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og SORPA bs.

  Eftirtaldir aðilar studdu þróun app-útgáfu Endurvinnslukortsins 2012:
  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, SORPA bs., Umhverfisstjóður Landsbankans, Úrvinnslusjóður, Reykjavíkurborg, Gámaþjónustan hf. og Sorpstöð Suðurlands bs.

  Eftirtaldir aðilar studdu þróun nýrrar útgáfu Endurvinnslukortsins 2014:
  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, SORPA bs. og Úrvinnslusjóður.

  Endurvinnslukort – Ísland. Framleiðandi Náttúran.is 2008-2015. Endurvinnslukortið™ er skrásett vörumerki Náttúran.is. ©Náttúran.is 2015. Öll réttindi áskilin. 

  Endurvinnslu – App Náttúrunnar

  Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað Endurvinnslukort sem segir þér allt um endurvinnsluflokkana, sýnir þér hvar næsta grenndargám eða endurvinnslustöð í þínu næsta nágrenni er að finna og segir þér einnig hvaða flokkum er tekið á móti þar. Þú getur einnig valið hvaða heimilisfang sem eru og séð þjónustur í nágrenni þess. Endurvinnslukort er bæði til í vef- og app útgáfu.

  Skoðaðu Endurvinnslukortið hér á vefnum.

  Sækja forritið

   

   

   
  Náðu þér í Endurvinnslu app Náttúrunnar fyrir iOS, ókeypis í AppStore. Leitarorð „Endurvinnslukort“.

  Ef þú vilt vita meira, gera athugasemdir eða taka þátt í vinnu við Endurvinnslukortið, þá skrifaðu okkur á nature@nature.is.

  Að jarðgera

  Þú getur minnkað heimilissorpið þitt um 30-35% með því að jarðgera. Með því að jarðgera garðaúrgang og matarleyfar má búa til dýrindis mold, svokallaða moltu, sem nota má sem áburð í garðinn. Umbreytingin úr úrgangi yfir í moltu tekur að vísu nokkra mánuði og jafnvel ár, allt eftir því hvaða aðferð er notuð, en fyrir þá sem hafa aðgang að garðskika og/eða moltutunnu er hún skemmtileg leið til þess að minnka sorp og vinna eigin áburð.

  Söfnun lífræns úrgangs verður lögleidd hér á landi í skrefum og þess vegna er verið að innleiða brúnar tunnur fyrir lífrænan úrgang í mörgum sveitarfélögum. Aðrar lausnir sem boðið upp á er heimilissorptunna með innáhangandi hólfi fyrir lífrænan úrgang og handhæg lífræn fata. Framtíðarlausn fyrir höfuðborgarsvæðið felst í gas- og jarðgerðarstöð sem tekur við lífrænum úrgangi frá heimilum en um 70% úrgangs frá heimilum mun nýtast í þessu ferli.

  En það er líka hægt að nýta afgangana sjálfur og spara þannig flutning okkar eigin afganga um langar leiðir og vinnslu annars staðar. Þeir sem hafa pláss fyrir moltutunnu ættu að nýta sér það. Það gerir mann miklu meðvitaðari um hverju maður hendir og hve miklum mat er raunverulega sóað á heimilinu. Talað er um að helmingi matvælaframleiðslu heimsins sé hent. Sóun matvæla er því gríðarlegt vandamál og bæði dýrkeypt fyrir budduna okkar og Jörðina í heild sinni.

  Í moltutunnuna má setja allt lífrænt sorp, nema að kjöt- og fiskafgangar ættu ekki að rata þangað.

  Til að ná sem bestum árangri þarf moltunni að vera haldið mátulega rakri og nauðsynlegt er að setja eitthvað af dagblaðapappír og garðaúrgangi með matarleifunum. Jarðgerð er heil fræðigrein út fyrir sig og best er að velja þá aðferð sem hentar þeim efnivið og þeim aðstæðum sem fyrir eru. Aðferðin sem valin er fer eftir magni og því hvort að sérstök moltutunna er notuð eða hvort aðrar einfaldari aðferðir s.s. trékassi, hola í jörð eða haugur henti best.

  Allt rotnar að lokum, svo aðferðin hefur einungis áhrif á tímann sem það tekur hauginn að verða að moltu. Á opnum haug jarðgerist úrgangurinn á um þremur árum en við kjöraðstæður í moltutunnu getur ferlið tekið einungis nokkra mánuði. Öll mold eru gamlar jurtaleifar svo það er enginn hætta á að nokkuð geti mistekist.

  Á Endurvinnslukortinu eru allar upplýsingar um endurvinnslu, þá staði sem taka á móti lífrænum matarleyfum og sveitarfélög með brúnar tunnur, tunnur með innáhangandi hólfi fyrir lífrænar matarleyfar, lífrænar fötur og aðrar lausnir.

  Af hverju endurvinna?

  Auðlindir heims eru að þverra vegna vaxandi fólksfjölgunar og mikillar neyslu. Vegna veldisvaxtar fólksins á Jörðinni sem nú hefur náð sjö milljörðum, eykst neysla á hráefnum einnig í veldisvexti. Veldisvöxtur hráefna á Jörðu með takmarkað flatarmál getur ekki gengið endalaust.

  Það kemur að þeim tímamótum að hámarksframleiðsla verður. Vegna veldisvaxtarins í neyslu erum við komin fram yfir hámarksframleiðslu t.d. gulls (2000), fosfats (2000) og olíu (2005) og við nálgumst hámarksframleiðslu flestra annarra efna, þar á meðal járns, innan fjörtíu ára. Hámarksframleiðsla verður fyrir blý 2020, járn, silfur, sínk og platínu 2030, kopar 2040 og nikkel, króm og indíum 2050.

  Hámarksframleiðsla þýðir að 50% af efninu hefur verið unnið. Ef við höldum áfram á sömu braut munum við ekki eiga þau efni sem við byggjum okkar nútímatækniþjóðfélag á í lok þessarar aldar. Eina leiðin til að auka nýtinguna, er að loka efnishringjum með því að endurvinna öll hráefni. Úrgangur er því ekki rusl, heldur hráefni til endurvinnslu eða til annarra nota í náttúrunni eða í iðnaði. Ef við náum yfir 98% endurvinnslu allra efna, og minnkum fólksfjölda úr sjö núverandi milljörðum í þrjá milljarða, þá geta þessi efni enst í þúsundir ára, jafnvel tugþúsundir.

  Þegar komið er að hámarksframleiðslu eru önnur 50% eftir til að vinna en þegar eftirspurn verður meiri en framleiðsla hækkar verðið. Eina leiðin til þess að ná löngum nýtingartíma hráefna er að endurvinna þau. Þess vegna verðum við öll að leggjast á eitt til að koma úrgangsefnum okkar til endurvinnslu. Með sameinuðu átaki getum við náð miklum árangri.

  Heimild: Ragnarsdóttir K.V., Sverdrup H.U. and Koca D. (2012) Assessing Long Term Sustainability of Global Supply of Natural Resources and Materials. In C. Ghenai (ed.) Sustainable Development: Energy, Engineering and Technologies, Manufacturing and the Environment. Intechweb Publishers (www.intechweb.org). 
  Fáanleg á: http://www.intechopen.com/books/sustainable-development-energy-engineering-and-technologies-manufacturing-and-environment/rare-metals-burnoff-rates-versus-system-dynamics-of-metal-sustainability.

  Hvernig flokka ég?

  Oft er rætt um að við þurfum rými í kringum okkur. Við viljum geta dansað á stofugólfinu og hreyft okkur eðlilega í híbýlum okkar. Þetta er ekki síst mikilvægt hér á Íslandi þar sem fólk eyðir stórum hluta af tíma sínum innandyra og getur ekki eytt löngum stundum úti á götum og torgum.

  En oft eru heimili okkar full af hlutum sem við höfum í raun og veru enga þörf fyrir. Ef þú hefur ekki notað einhvern hlut (nema jólaskrautið) undanfarna 12 mánuði, eru litlar líkur á því að þú þurfir raunverulega á þeim hlut að halda. Hvernig væri því að ganga um íbúðina og hugleiða hvaða hluti við þurfum og hvaða hluti við þurfum ekki. Kannski er kominn tími til að taka rækilega til og losa sig við draslið og þá hluti sem við bara notum alls ekki. Síðan er auðvitað frábær hugmynd að bæta ekki við meira drasli, þ.e. reyna að stjórna innkaupum heimilisins þannig að allt fari nú ekki úr böndunum.

  Það sem er drasl fyrir okkur sjálf getur ef til vill nýst einhverjum öðrum. Skautarnir í bílskúrnum geta verið kærkomnir fyrir son nágrannans, bækurnar geta farið á bókasafn bæjarins og málmaa  í tölvunum okkar má endurvinna og nota aftur og aftur. Heimur endurvinnslunnar er heimur sem við erum bara rétt að byrja að uppgötva. Það er merkileg veröld, þar sem nánast engu er hent, heldur breytt í verðmæti. Svo þessi veröld geti orðið, er fyrsta skrefið að flokka sorpið innan veggja heimilisins, með þátttöku allrar fjölskyldunnar.

  Það er rétt að benda fólki á að athuga fyrst hvaða flokkunarmöguleikar eru fyrir hendi í sveitarfélaginu, af því að ekki er tekið við öllum flokkum allsstaðar á landinu.

  Í sumum sveitarfélögum er hægt að fá Blátunnu sem tekur við pappír, Endurvinnslutunnu og/eða Græna tunnu fyrir blandaða flokka s.s. pappír, málmhluti og plast en slík þjónusta er endurgjaldsskyld, sumstaðar valkvæð en annars staðar skylda.

  Fyrst þegar byrjað er að flokka er gott að byrja á því að flokka dagblöð, auglýsingapappír, umslög og fleira slíkt frá og setja í sérstakt ílát eða poka til að fara með í grenndargám eða á endurvinnslustöð. Síðan er tilvalið að taka allar fernur, skola þær, þjappa þeim saman og koma í endurvinnslu með pappírnum eða í sér farveg, allt eftir því hvernig aðstæður eru í þinni heimabyggð. Bæta síðan smám saman við fleiri flokkum.

  Til að flokkunin heppnist og gangi snurðulaust fyrir sig, er gott að útbúa eða fjárfesta í kössum fyrir hina ýmsu flokka. Hægt er að staðsetja flokkunarkassa í þvottahúsi, sameign, eða í bílskúrnum, og ef þú býrð í fjölbýli, getur borgað sig að kalla saman húsfund, skapa stemmningu fyrir flokkuninni og fá sem flesta til að sameinast um ílát og taka þátt.

  Skilagjaldsskyldar umbúðir, s.s. einnota drykkjarumbúðir úr gleri, áli og plasti eru verðmæti sem allir ættu að koma til endurvinnslu. 16 krónu skilagjald fæst fyrir hverjar umbúðir og hægt er að koma þeim í verð á móttökustöðum Endurvinnslunnar um allt land.

  Rafhlöðum er gott að safna í þar til gerða flokkunarkassa frá Efnamóttökunni en hægt er að losa þá í þar til gerða dunka á eldsneytisstöðvum N1 og Skeljungs. Þetta þýðir að nota má rafhlöðukassann aftur og aftur. Spilliefnum skal safna og skila í lokuðum ílátum á endurvinnslustöðvar. Gæta verður þó að því að sum tærandi efni leysa upp plast, önnur þola ekki gler og því þarf að gæta að því í hverskonar ílát spilliefni eru sett. Oft er best að geyma spilliefni og efnaleifar í upprunalegum ílátum með loki.

  Hér á Endurvinnslukortinu og á Endurvinnslu-appinu finnur þú nánari upplýsingar um alla flokka, bæði Fenúr flokkunarmerkin (grænar skýringarmyndir), og aukaflokka (svart-hvítar skýringarmyndir) sem Náttúran útbjó til að hjálpa þér að finna upplýsingar um annað sem má eða má ekki endurvinna eða endurnýta á Íslandi í dag.

  Skilaboð:

  Kort