Efni eða efnablöndur sem valda krónískum áhrifum eins og krabbameini, skaða á erfðaefni og skertri frjósemi. Þar með talin efni sem valda ofnæmi við innöndun, eiturhrifum í ákveðnum líffærum og eitrun í lungum vegna ásvelgingar.

Dæmi:
Terpentína, bensín, sellulósaþynnir, lampaolía.

Varúðarreglur:
Forðist innöndun. Klæðist hlífðarhönskum og hlífðargleraugum ef hætta er á að efnið/efnablandan slettist í augu. Íláti og innihaldi þess skal farga í samræmi við gildandi reglur.

Hætta:
Ofnæmisviðbrögð í öndunarvegi og öndunarerfiðleikar. Gufur geta valdið höfuðverk og vímu. Inntaka getur valdið óþægindum og ert slímhúð í maga. Sumar vörur geta verið banvænar sé þeirra neytt og komist þær í öndunarveg getur það valdið „efnafræðilegri“ lungnabólgu (e. chemical pneumonia). Snerting við sumar vörur getur valdið varanlegu heilsutjóni (t.d. krabbamein, áhrif á frjósemi).

Vefsíða: http://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/laerdu-ad-thekkja-merkin/haettumerki/

Messages: