Blómið er opinbert umhverfismerki Evrópubandalagsins. Blómið er sambærilegt Svaninum hvað kröfur varðar. Blómið er nokkru yngra en Svanurinn og því er vöruúrvalið ekki jafnmikið en nokkuð sambærilegt. Vöruflokkar eru 28, en styrkur blómsins liggur að mestu í merkingu á tölvum, jarðvegsbæti, vefnaðarvörum, ljósaperum, málningu og skóm. Umhverfisstofnun er rekstaraðili merkisins á Íslandi.

Vefsíða: http://ec.europa.eu/environment/ecolabel/index_en.htm

Messages: